Fjarkennsla er nám.

Fjarkennsla er nám.
Nú þurfum við að vinna mjög vel saman, foreldra, kennarar og nemendur. Kennarar á unglingastigi biðla til foreldra um um að fylgjast vel með á hinum endanum og passa upp á vinnu og verkefnum sé sinnt. Við viljum heyra frá foreldrum fyrr en seinna til að leita lausna fyrir hvern og einn nemanda svo hann geti sinnt sínu hlutverki.
Kennarar eru til staðar fyrir nemendur frá 8:00 á morgnana og fram eftir degi og hafa nemendur mjög gott aðgengi að kennurum. Kennari sem er með skráðan tíma hjá bekk getur verið í sambandi á sama tíma við nemendur annarra bekkja.
Kennarar eru að vinna með vikuáætlanir, krafist er þátttöku í verkefnatímum og svo eru verkefnaskil í hverri viku. Þátttaka í tímum getur ýmist verið í gegnum mynd símtal eða í gegnum spjall.
Foreldrar eru hvattir til þess að hafa samband við kennara, umsjónarkennara eða faggreinakennara ef þeir hafa spurningar varðandi fjarkennsluna. Það er betra að hafa samband fyrr en seinna, það er allir tilbúnir til þess að leggjast á eitt og finna viðeigandi lausnir fyrir hvern og einn svo hann geti sinnt sínu hlutverki.

Hérna er krækja inn á ítarlegri upplýsingar: 

 

Með kveðju Gulli, Sigga Lóa, Steina og Þóra Magga