Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Okkur vantar gott fólk til að sinna eftirfarandi verkefnum á næsta skólaári:

Umsjónarkennsla á yngsta- eða miðstigi

Íþróttakennsla

Kennsla í myndmennt, nýsköpun og hönnun

Umsjón með Regnbogalandi, lengdri viðveru fyrir börn í 1.-3. bekk

 

Hæfniskröfur: Uppeldismenntun, jákvætt hugarfar, lipurð í samskiptum, góð tölvufærni og reynsla af teymisvinnu

Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Grunnskólinn í Stykkishólmi er lifandi og skemmtilegur vinnustaður. Í skólanum starfa u.þ.b. 180 börn og 50 fullorðnir. Einkunnarorð skólans eru Gleði – samvinna – sjálfstæði.

Umsóknir skulu sendar á heimireyv@stykk.is.

Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Heimir Eyvindsson skólastjóri í síma 433-8178 eða í tölvupósti.

Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024

ATH. Stöðuhlutföll eru umsemjanleg, en miðað er við 70-100%.