Dagur íslenskrar tungu

Það var ekki nein sérstök dagskrá í ár í tilefni af Degi íslenskrar tungu þar sem við erum að undirbúa opna daginn 1. desember. Hins vegar komu nemendur í lopapeysum í skólann þennan dag og nemendur 10. bekkjar fóru upp á leikskóla og lásu fyrir nemendur þar.