Í dag héldum við upp á Dag íslenskrar tungu með viðburði í Stykkishólmskirkju. Lárus Ástmar stjórnaði en hann sér um söngsali í vetur. Fyrst sungu nemendur 1. bekkjar ,,Á íslensku má alltaf finna svar". Þar á eftir sungu allir nemendur ,,Kvæðið um fuglana" og Lárus Ástmar söng ljóð eftir Einar Steinþórsson sem heitir Jörð. Ellert Kristinsson fjallaði um Einar Steinþórsson og sagði frá verkum hans. Gaman er að segja frá því að þau hjónin Einar og Gréta komu og voru viðstödd. Þá sungu Anna Margrét og Kristbjörg kennarar tvö ljóð eftir Einar og að lokum sungu allir saman ,,Ferðalok".