Í tilefni af Degi íslenskrar tungu vorum við með uppbrotsdag í skólanum. Nemendur unnu í ýmsum verkefnum tengdum tungunni okkar. Meðal annars var unnið með málshætti, orðtök, slangur og þjóðsögur. Nemendur fóru víða t.d. á leikskólann, dvalarheimilið og í fyrirtæki með uppákomur. Uppbrotsdagurinn endaði svo í Stykkishólmskirkju á tónleikum lúðrasveitar Tónlistarskólans.
Það eru myndir í myndasafninu