Brunavarnarfræðsla í 3. bekk

Í morgun fengum við góða gesti í 3. bekk. Það voru slökkviliðsstjóri Álfgeir Marínósson og formaður Lionsklúbbsins Ragnheiður Axelsdóttir sem komu með brunavarnafræðslu. Álfgeir var með fræðslu og Ragnheiður gaf nemendum litabækur frá Lionsklúbbnum Hörpu.