Grunnskólinn í Stykkishólmi opinn

Nú stendur yfir þemavika í skólanum og er þemað að þessu sinni sauðfé. Af því tilefni verða lambakór…
Nú stendur yfir þemavika í skólanum og er þemað að þessu sinni sauðfé. Af því tilefni verða lambakórónur í matinn alla daga í vikunni.

Grunnskólinn í Stykkishólmi opnaði fyrir nemendum þriðjudaginn 4. janúar á nýju ári. Nemendur skólans réðu vart við sig af kæti og mátti víða greina hamingjutár á vöngum barna. Námsvilji barna í Stykkishólmi er slíkur að elstu menn og konur muna ekki annað eins. Framundan eru spennandi tímar í skólanum, troðfullar bækur af visku og hér um bil tómir kollar barna sem eiga sér þá einu ósk að læra meira í dag en í gær.