Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Umsóknarform auk allra upplýsingar um viðmið og reglur varðandi styrkveitingar er að finna hér á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Einnig er hægt að afla frekari upplýsinga í síma 433-2310 eða senda fyrirspurnir á netfangið uppbyggingarsjodur@ssv.is


Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti næstkomandi mánudag, 23. september 2019.