Aðstoðarskólastjóri óskast

Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Stykkishólmi er laus til umsóknar.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, reynslu af skólastarfi og góðri færni í mannlegum samskiptum

Grunnskólinn í Stykkishólmi er lifandi og skemmtilegur vinnustaður í fallegu umhverfi. Skólinn er samrekinn grunn- og tónlistarskóli. Nemendur grunnskólans eru 180 og nemendur tónlistarskólans u.þ.b. 100. Einkunnarorð skólans eru gleði, samvinna og sjálfstæði.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki seinna en 1. ágúst 2024. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Um 100% starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Vera staðgengill skólastjóra og taka virkan þátt í daglegri stjórn skólans

Veita faglega forystu og vinna að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans

Vinna að skipulagi skólastarfs og stuðla að framþróun þess

Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

Uppeldismenntun og leyfisbréf kennara

Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur og/eða reynsla af stjórnunarstörfum

Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

Góð tölvufærni

Faglegur metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og reynsla af teymisvinnu

 

Umsóknir skulu sendar á heimireyv@stykk.is.

Öllum umsóknum verður svarað. 

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Heimir Eyvindsson skólastjóri í síma 433-8178 eða í tölvupósti.

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2024