1. bekkur í heimsókn á sjúkrahúsinu
26.01.2017
1. bekkur fór í vinnustaðaheimsókn á sjúkrahúsið. Þórný mamma Heiðars Más tók á móti okkur og lóðsaði okkur um alla króka og kima. Við hittum helling af mömmum, ömmum og öðrum ættingjum. Ingunn, mamma Þórunnar Sögu, leyfði okkur að kíkja á tannlæknastofuna. Að lokum gaf Þórný okkur mandarínur og piparkökur og allir kvöddu sáttir og sælir.
Þá örkuðum við á Narfeyrarstofu, þar fengum við heitt súkkulaði og smákökur, eins mikið og hver gat í sig látið.
Takk kærlega fyrir okkur.