Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Þá erum við búin með fyrstu vikuna aftur í hefðbundnu skipulagi og hefur það gengið vel.  
 
Á fimmtudaginn fengum við stjórnendur skemmtilegt boð á kynningu nemenda á unglingastigi. Kynningin var afrakstur þematíma en í þeim er íslensku, samfélagsfræði og upplýsinga- og tæknimennt samþætt. Þemað að þessu sinni voru heimsálfurnar og kynntu nemendur ýmis lönd. Mjög skemmtilegt verkefni.  
 
Þá var skemmtileg stund í íþróttahúsinu á miðvikudaginn með Jóni Pétri danskennara. Við vorum svo heppin að fá Jón Sindra Emilsson til þess að taka stundina upp og erum við að finna leið til þess að koma upptökunni til foreldra bekkjanna en um er að ræða 1. - 6. bekk.  
 
Tilkynningar 
 
Búið er að fresta fyrirhuguðu ytra mati um óákveðinn tíma.  
 
Á döfinni 
 
Í næstu vikur verður jafnréttisvika og í tilefni af henni er mælst til þess að kennarar fari yfir barnasáttmálann með nemendum.  
 
Góða helgi  
Berglind og Lilja Írena