Opið hús
Á morgun föstudag verður opið hús í grunnskólanum á milli 11:15 og 12:30.
Megin tilgangur opna hússins er að kynna bekkjarsáttmála.
Kynningar fara fram á eftirfarandi tímum:
1.bekkur kl. 11:15
2.bekkur kl. 11:30
3.bekkur kl. 11:45
4. og 5. bekkur kl. 12:00
Kynningar hjá 6. – 10. bekk verða á reglulegum fresti frá 11:15 – 12:15.
Eftir kynningargefst tækifæri til að rölta um skólann og kíkja í stofur, spjalla við starfsfólk og fara í mötuneytið og fá sér vöfflu og djús eða kaffi. Vaffla og kaffi/djús kostar 500 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir nemendur. Ágóði af vöfflusölu rennur í ferðasjóð starfsfólks.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Nemendur og starfsfólk grunnskólans