Sér- og stuðningskennsla

Sérúrræði

Áherslur í sér- og stuðningskennslu

 
Verkefnaver

Í Verkefnaveri og reynt að vinna sem mest í hópum. Þar inni er miðstöð sérkennslu og nemendum boðið upp á aðstöðu og/eða aðstoð við hæfi.  Áhersla er lögð á skýrt og myndrænt umhverfi, þægilegt jákvætt andrúmsloft og hvatningu. Kennarar í Verkefnaveri skipta á milli sín verkefnum, hver með sínar séráherslur, og eru tímarnir fyrir 2-8 nemendur í hóp. Inn í Verkefnaver kemur (ásamt bóklegum greinum) kennsla í tónmennt, textílmennt, heimilisfræði, útikennslu, athöfnum daglegs lífs, leikrænni tjáningu o.fl. sem löguð er að þörfum hópsins. Þessi starfssemi miðast aðallega við nemendur með fötlunargreiningu.
 
Önnur sérkennsla


Einkatímar í sérkennslu eru fyrir nemendur sem geta ekki nýtt sér kennslu í hópi eða þurfa á því að halda við afmörkuð viðfangsefni.
Sértímar eru í íþróttum og sundi fyrir þá nemendur sem hentar betur minni hópar eða þurfa aukna hreyfiþjálfun.
 
Elstu bekkir

Í elstu árgöngum er „fljótandi“ stuðningskennsla. Hver bekkur (frá 6.-10. bekk) er með tvo sérkennslutíma á viku sem nýttur er í samráði stuðningskennara og viðkomandi fagkennara. Mismunandi getur verið hvaða nemendur bekkjarins fara til stuðningskennarans. Þannig geta kennarar komið betur til móts við hvern og einn, sér í lagi þá sem þurfa meiri aðstoð. Þeir nemendur sem þurfa meiri stuðning en hægt er að sinna með
Markmið með öllu skólastarfi, þ.m.t. sérúrræðum, er „að að búa nemendur sem best undir líf og starf í lýðræðissamfélagi“  (sbr. aðalnámskrá). Fjölbreyttar leiðir eru notaðar til þess að ná því markmiði og mjög misjafnt hvaða leiðir og áherslur henta fyrir hvern og einn.