Uppeldi til ábyrgðar

Uppeldi til ábyrgðar

Gagnlegar heimasíður um efnið:
http://uppbygging.is/
http://www.realrestitution.com/

Uppeldi til ábyrgðar í Grunnskólanum í Stykkishólmi

 

Uppeldi til ábyrgðar er uppbygging sjálfsaga, kerfi sem nýtt hefur verið í Grunnskólanum í Stykkishólmi síðastliðin fjögur ár.
Uppeldi til ábyrgðar byggir á þarfahringnum. Til að okkur líði vel í lífi og starfi þurfum við að uppfylla fimm undirstöðuþætti þarfahringsins. Þeir eru öryggi, umhyggja, áhrif, frelsi og gleði.
Ætlun okkar er að hafa örpistla u.þ.b. mánaðarlega þar sem kynntir verða nánar þessir þættir.

 

Kjarni þarfahringsins er öryggi. Öryggi er grunnþörf og nauðsynlegur þáttur til að lifa af. Til að uppfylla þessa þörf þurfum við loft til að anda að okkur, fæði, klæði og húsaskjól. Áður en við förum að sinna öðrum þörfum þarfahringsins verðum við að uppfylla þessar líkamlegu þarfir. Til þess að þessari þörf sé fullnægt er gott samstarf heimilis og skóla grunnforsenda til að tryggja vellíðan barna.

 

Þarfir nemenda eru misjafnar. Stefna Uppeldis til ábyrgðar byggir á því að skipta þessum þörfum í fimm grunnþarfir. Tvær þeirra eru að tilheyra og að hafa áhrif. Öllum er mikilvægt að tilheyra einhverjum, til dæmis fjölskyldu, vinum eða einhverjum hóp. Þar þarf nemandinn að vera viðurkenndur, upplifa vináttu, traust og væntumþykju. Í hóp læra nemendur gjafamildi og hjálpsemi. Það að hafa áhrif á sitt nám og fá tækifæri til að taka eigin ákvarðanir byggist á að nemandi sé skipulagður og sýni öryggi í framkomu.

Misjafnt er hvaða þörf er mest ríkjandi hjá hverjum einstaklingi. Algengast er að ein grunnþörf sé sterkari en hinar hjá hverjum og einum.

Þarfir nemenda eru misjafnar. Stefna Uppeldis til ábyrgðar byggir á því að skipta þessum þörfum í fimm grunnþarfir. Áður hefur verið sagt frá þremur þeirra og nú tökum við fyrir gleði og frelsi. Til að gleðiþörfinni sé fullnægt þurfa nemendur að vera ánægðir í starfi sínu. Þessa þörf er meðal annars hægt að uppfylla í gegnum leik og sköpun. Þegar kemur að frelsisþörfinni er mikilvægt að hafa hlutina ekki of niðurnjörvaða. Nemandinn verður að hafa eitthvað um hlutina að segja, geta stýrt því sjálfur hvernig hann vill leysa viðfangsefnið.

Misjafnt er hvaða þörf er mest ríkjandi hjá hverjum einstaklingi. Algengast er að ein grunnþörf sé sterkari en hinar hjá hverjum og einum, en þó búa þær allar í okkur.