Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun

Stefna Grunnskólans í Stykkishólmi er að stuðla að jafnrétti og mannréttindum meðal
nemenda og starfsfólks skólans. Hver einstaklingur, nemandi eða starfsmaður verði metinn
að verðleikum og sýni öllum virðingu í samskiptum. Stefnt er að því að tryggja öllum
nemendum viðfangsefni og menntun við hæfi. Lögð er áhersla á að allir innan
skólasamfélagsins fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar,
kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, efnahags, ætternis, fötlunar,
heilsufars, aldurs eða annarrar stöðu.

Skólastarf í anda jafnréttis og mannúðar miðar að því að breyta viðhorfi til hefðbundinna
kynjaímynda og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Í
Grunnskólanum í Stykkishólmi er starfað eftir hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar. Hún
ýtir undir jákvæð samskipti, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat.

Hér má sjá Jafnréttisstefnu GSS 2017-2020