Skólareglur

Skólareglur

Nemendur eiga að:

 • sinna hlutverki sínu
 • láta aðra í friði
 • koma fram af kurteisi
 • bera ábyrgð á eigum sínum og skólagögnum
 • virða eignarétt annarra

Útireglur

 • Hjól, hlaupahjól og hliðstæð farartæki eru leyfð í og úr skóla og á sérstaklega auglýstum dögum.
 • Það er skylda að nota öryggishjálma.
 • Tækin eru á ábyrgð nemenda og foreldra.
 • Leyfilegt er að koma með snjóþotur og sleða þegar veður leyfir.
 • Skólalóð og leiktæki eru ætluð heilsdagsskólabörnum frá 13:00-16:00.
 • Snjókastsvæði er á stóra körfuboltavellinum.

Tölvur og snjalltæki

 • Snjalltæki eru leyfð í 5. - 10. bekk.
 • Í kennslustundum eiga snjalltæki að vera geymd í tösku nema kennari leyfi annað.
 • Notkun snjalltækja er óheimil í matsal.
 • Tölvur og snjalltæki eru á ábyrgð eiganda.
 • Snjalltæki eru leyfð í frímínútum en slökkt skal vera á hljóði.

Uppbygging

 • 1. brot – atvik skráð hjá ritara
  Nemandi er spurður um hlutverk sitt og hvort hann geti sinnt því, ef það nægir ekki er nemanda boðið að gera uppbyggingaráætlun og leiðrétta mistök.
  Nemanda gefst tækifæri til að leiðrétta og bæta fyrir brot án beitingu viðurlaga.
 • 2. brot – atvik skráð hjá ritara.
  Starfsmaður skóla getur aðstoðað nemandann við að leysa úr sínum málum, einnig getur hann vísað málinu til foreldra ef hann hefur ekki aðstæður eða tök á að aðstoða nemandann.
 • 3. brot – atvik skráð hjá ritara.
  Málinu vísað til skólastjóra og foreldra þar sem unnið verður að uppbyggingaráætlun.

Við alvarleg brot eru foreldrar kallaðir til samstundis.