Stök frétt

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Gleðilegt sumar 😊

Við viljum vekja athygli á að fyrstu helgina í maí er fjögurra daga helgi hjá nemendum. Á föstudeginum er 1. maí og á mánudeginum er skipulagsdagur. Sá dagur er kærkominn enda þarf að koma skólastarfinu aftur í samt lag. Þann dag munum við senda á ykkur nánari upplýsingar varðandi skólastarfið. Þriðjudaginn 5. maí munum við taka á móti nemendum samkvæmt fyrri stundaskrá.

Mötuneyti mun verða með sama hætti og áður. Við ætlum að hafa þann háttinn á að ef þið viljið breyta einhverju varðandi áskrift þá vinsamlegast látið Jóhönnu Maríu skólaritara vita með tölvupósti eða í síma.

Hafið þið það sem allra best um helgina

Berglind og Lilja Írena