Foreldrar

Leyfisbeiðnir

Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundið leyfi þess frá skólasókn er skólastjóra heimilt að veita slíkt leyfi í samráði við umsjónarkennara telji hann til þess gildar ástæður. Forráðamaður skal þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á leyfinu stendur. Þegar leyfisbeiðni hefur verið veitt er það á ábyrgð foreldra að hafa samband við þá kennara sem koma að barni þeirra og fá námsáætlun/námsefni til þess að dragast ekki aftur úr.

Vinsamlegast fyllið út formið


Veikindi og leyfi

Leyfi

Umsjónarkennari og ritari hafa heimild til að veita leyfi í 1 eða 2 daga, enda sé haft samband með fyrirvara.Öll leyfi til lengri tíma veitir skólastjóri að fenginni beiðni frá foreldrum.

Veikindi

Öll veikindi nemenda ber að tilkynna daglega í skólann áður en kennsla hefst eða eins fljótt og hægt er. Foreldrar geta sent inn tilkynningu í gegnum Námfús, sent tölvupóst á gudmunda@stykk.is eða hringt í síma 433-8177.

Öll forföll í íþróttum og sundi þarf að tilkynna til ritara.

Eftir veikindi hafa nemendur 1.-6. bekkjar leyfi til þess að vera inni í frímínútum í tvo daga. Nemendur hafa ekki leyfi til þess að vera inni í frímínútum nema eftir veikindi.Skólasókn

Allar fjarvistir nemenda eru skráðar, hvort sem um er að ræða veikindi, fjarvistir með leyfi eða án leyfis. Komi nemandi of seint í kennslustund er það einnig skráð. Yfirlit um skólasókn nemenda er sent til foreldra með vitnisburðarblöðum í lok hverrar annar.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um skólasókn nemenda með því að hafa samband við skrifstofu skólans eða umsjónarkennara nemandans.

 

Tilkynningar um veikindi eru skráðar með því að fara inn í Námfús.

Umsóknir um leyfi þarf að sækja hér. Vinsamlegast fyllið út formið hér að ofan.

Tapað-Fundið

Stoðþjónusta

Verkefnaver

Verkefnaver er staðsett í Stagley og hefur verkefnaverið á þessu skólaári sér stofu. Tveir kennarar eru með aðstöðu inn í Stagley og er unnin einstaklingsvinna og einnig í hópum, 2-6 nemendur. Þar inni er miðstöð sérkennslu og nemendum boðið upp á aðstöðu og/eða aðstoð við hæfi. Áhersla er lögð á skýrt og myndrænt umhverfi, þægilegt jákvætt andrúmsloft og hvatningu. Kennarar í Verkefnaveri skipta á milli sín verkefnum eftir efni og aðstæðum og er mismunandi frá ári til árs.

Önnur sérkennsla

 

Á þessu skólaári 2020 – 2021 hefur sérkennslunni verið skipt niður á bekki og fer það eftir þörfum inn í bekk. Þrír kennarar koma að sérkennslu frá 1. – 7. bekkjar og eru kennarar inn í bekk eða taka nemendur út úr bekk.

1. – 2. bekkur er með sama kennara

3., 4. og 5. bekkur er með sama kennara

6. og 7. bekkur er með sama kennara

 

Ásamt sérkennslunni er fjölsmiðja í boði fyrir þá sem þurfa áherslu á verkgreinar. Í fjölsmiðju eru notaðar fjölbreyttar leiðir til að ná því markmiði sem stefnt er að í verkgreinum. Þrír kennarar sjá um Fjölsmiðjuna og er henni skipt á bekki eins og hér að ofan.

Elstu bekkir

 

Í 8. – 10. bekk er einn stuðningsfulltrúi sem sér um unglingastigið og fer hann inn í 8.,9. og 10. bekk í ákveðnar greinar.

Frímínútnagæsla

Skólaliðar, stuðningsfulltrúar og stjórnendur manna gæslu í öllum frímínútum. Þær breytingar voru gerðar fyrir þetta skólaár að eftirfarandi bekkir eru saman í frímínútum:

1. og 2. bekkur 

3. og 4. bekkur 

5. og 6. bekkur 

7. - 10. bekkur 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir gæslu. 

Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
3. 4. bekkur
 34 nem
Arnór og Sibba
3. bekkur
 34 nem
Arnór
3. 4. bekkur
 34 nem
Arnór og Sibba
3. 4. bekkur
 34 nem
Arnór og Sibba
1. 2. bekkur
31 nem
BA eða LÍHG og skólavinir
1. 2. 4. bekkur
31 nem
BA eða LÍHG, skólavinir og Sibba
1. 2. bekkur
31 nem
BA eða LÍHG og skólavinir
1. 2. bekkur
31 nem
BA eða LÍHG og skólavinir
5. 6. bekkur
33 nem
Arna Dögg og Ósk
5. 6. bekkur
33 nem
Arna Dögg og Ósk
5. 6. bekkur
33 nem
Arna Dögg og Ósk
5. 6. bekkur
33 nem
Arna Dögg og Ósk
1. 2. bekkur
 31 nem
Rúna og Sigrún
1. 2. og 7. bekkur
 31 nem
Rúna og Sigrún
1. 2. bekkur
 31 nem
Rúna og Sigrún
1. 2. bekkur
 31 nem
Rúna og Sigrún
5. - 7. bekkur
53 nem
Snæbjört og Klaudia
5. 6. bekkur
33 nem
Snæbjört og Klaudia
5. - 7. bekkur
53 nem
Snæbjört og Klaudia
5. - 7. bekkur
53 nem
Snæbjört og Klaudia
3. og 4. bekkur
34 nem
Lilja Ýr og Særún
3. og 4. bekkur
34 nem
Lilja Ýr og Særún
3. og 4. bekkur
34 nem
Lilja Ýr og Særún
3. og 4. bekkur
34 nem
Lilja Ýr og Særún
1. og 2. bekkur
31 nem (mínus forskólanemendur
Þórheiður og Jóhanna Ó
1. og 2. bekkur
31 nem (mínus forskólanemendur
Þórheiður og Jóhanna Ó
1. og 2. bekkur
31 nem (mínus forskólanemendur
Þórheiður og Jóhanna Ó
1. og 2. bekkur
31 nem (mínus forskólanemendur
Þórheiður og Jóhanna ÓÚtivistartími

Sérstakar reglur, skv. barnaverndarlögum, gilda um útivistartíma barna og ungmenna.

Í barnaverndarlögum kemur fram að frá 1. september til 1. maí megi börn, 12 ára og yngri, ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22, nema þau séu á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Frá 1. maí til 1. september lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir.

Á björtum sumarkvöldum getur verið erfitt fyrir foreldra að neita barninu um að vera lengur úti en útivistarreglurnar segja til um. Þeir reyna að réttlæta ákvörðun sína um lengri útiveru með því hve fá björt og falleg kvöld eru hér á Íslandi. Nægur nætursvefn er mikilvægur börnum og unglingum, hann er forsenda vellíðunar barnsins.
Foreldrar verða að hafa í huga að þegar barnið er búið að vera úti að leika sér allan daginn er þreytan farin að segja til sín. Barnið neitar því að vera þreytt því það vill flýta sér út að leika sér. Þreyta eykur líkurnar á slysum þar sem barnið á erfiðara með að bregðast við umhverfinu. Athyglin er verri, viðbragðsflýtirinn seinni og jafnvægið verra.
Það virðist vera sem foreldrar slaki á útivistarreglunum þegar barnið eldist. Við það getur hætta á áhættuhegðun barnsins aukist eins og t.d. fikt með áfengi eða aðra vímugjafa.Viðbrögð við slysum

Minniháttar slys

Sá starfsmaður skóla sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn.

Stjórn felst í því að sjá til þess að:
- þeim slasaða sé sinnt.
- kallað sé á hjálp.
- nærstaddir séu róaðir.

Skólastjórnendur eru látnir vita, þeir virkja áfallaráð ef með þarf.

Skólastjórnendur/umsjónarkennari láta forráðamenn viðkomandi nemenda
vita.
Fundur með kennurum og starfsfólki skóla þar sem farið er yfir staðreyndir
málsins.
Umsjónarkennarar ræða við og vinna með nemendum um staðreyndir
málsins, áfallaráð virkjað ef með þarf.

Alvarleg slys

Slys tilkynnt (112).

Skólastjórnendur safna staðreyndum um slysið, ef slys verður í skólaferð sjá
umsjónarmenn ferðarinnar um þann þátt og upplýsa skólastjórnendur
jafnóðum um gang mála.

Skólastjórnendur virkja áfallaráð

Skólastjórnendur eða aðrir aðilar úr áfallaráði tilkynna forráðamönnum
viðkomandi nemenda um atburðinn.
Fundur með kennurum og starfsfólki skóla þar sem farið er yfir staðreyndir
málsins.

Skólastjóri / umsjónarkennari hefur samband við fulltrúa í foreldrafélagi
sem láta aðra forráðamenn bekkjarins vita.

Áfallaráð ásamt umsjónarkennara ræðir við og vinnur með nemendum í
einstaka bekkjum sem tengjast málinu.

Slys - tryggingar

Slasist nemandi á skólatíma er haft samband við heimili og einnig heilsugæslustöð
þyki ástæða til.
Nemendur eru slysatryggðir á leið til og frá skóla, á skólatíma og í ferðum á vegum
skólans samkvæmt skilmálum slysatryggingar fyrir skólabörn.
Nánari upplýsingar um skilmála tryggingarinnar veita skólastjóri og umboðsmaður
tryggingafélags.
Vakin er athygli á að sjálfsábyrgð foreldra er 12 þúsund krónur.Viðbrögð við eldsvoða eða hættuástandi

Í skólanum er viðurkennt brunaviðvörunarkerfi og neyðarlýsing. Flóttaleiðir í
skólahúsinu við Borgarbraut eru af efri hæð í gegnum Stykki, af neðri hæð um
aðalinngang eða neyðardyr á kaffistofu starfsamann og í Svefneyjum. Í kjallara eru
neyðarútgangar úr hverri stofu.

Brunaæfingar eru haldnar einu sinni til tvisvar sinnum yfir veturinn. 

Sjá rýmingaráætlun hér


Óveður


Að fella niður kennslu vegna veðurs er neyðarúrræði. Hafi ekki komið tilkynning um skólalokun, en foreldrar telja veður hættulegt börnum sínum, halda þeir börnunum að sjálfsögðu heima. Aðstæður fólks til að koma börnum á milli eru ólíkar. Ábyrgðin verður að vera foreldranna og öryggi á að sitja í fyrirrúmi.
Skelli á óveður meðan nemendur eru í skólanum þurfa foreldrar að sækja börn sín í skólann eða tryggja heimför þeirra á annan hátt.

Viðbrögð við mengun

Þegar mengun fer yfir viðmiðunarmörk fær skólinn tilkynningu um það frá lögreglu. Í þeim tilvikum er nemendum haldið inni.
Ef mengun er undir viðmiðunarmörkum geta foreldrar barna sem viðkvæm eru haft samband ef þeir vilja halda börnum sínum inni.